Vinkonunámskeið

KOMIÐ Í FÆÐINGARORLOF

Hefur vinkonuhópurinn þinn áhuga á að læra að gera æfingar fyrir grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs?

Gott er fyrir allar konur að læra að styrkja grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs og sérstaklega konur sem eru að huga að barneignum eða hafa eignast barn/börn.

Vinkonunámskeiðið tekur um 1 klst og er byrjað á fræðslu þannig hópurinn hafi betri þekkingu á þeim vöðvahópum sem verið er að vinna með. Síðan er kennt sérstaka öndunartækni sem virkjar og slakar á grindarbotnsvöðvum og djúpvöðvum kviðs og farið yfir nokkrar grunnstyrktaræfingar.

Hvert námskeið er eins í grunninn en síðan er það aðlagað að hverjum hóp fyrir sig eftir því hverju leitast er eftir. Námskeiðið getur verið haldið í heimahúsi (á höfuðborgarsvæðinu) eða í G-Fit Heislurækt (Garðabæ).

Innifalið er skriflegt efni og æfingateygja.

Verð fer eftir stærð hóps. Skráning á info@fitbysigrun.com