4 vikna námskeið, kl. 9:15, 7. janúar - 1. febrúar

Verð
Uppselt
Útsöluverð
19.900 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

MGT Mömmur er hópþjálfun 3x í viku, 4 vikur í senn, byggð á æfingakerfi eftir FitbySigrún og Birki Vagn, sem er sérstaklega sniðið að konum eftir barnsburð.

MGT stendur fyrir Metcon Group Training og er þekkt sem krefjandi og skemmtileg hópþjálfun. MGT Mömmur leggur sérstaka áherslu á að vinna með grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs, mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu. MGT Mömmur er fyrir allar konur sem hafa gengið með barn og vilja læra að styrkja grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í öllum æfingum óháð því hvað það er langt frá fæðingu. Velkomið að mæta með eða án kríla. Það er einstaklingsbundið hvenær konur treysta sér til að hefja styrktar- og þolþjálfun eftir fæðingu. Ekki er mælt með að hefja MGT Mömmur fyrr en í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu.

Markmið námskeiðs

Markmið með MGT Mömmur er að bjóða upp á skemmtilega og krefjandi þjálfun án vandkvæða eins og þvagleka, útbungun í miðlínu kviðs og mjóbaks- og grindarverki. Þessu markmiði er náð með því að:

  • Kenna sérstaka öndunartækni við að virkja og slaka á grindarbotnsvöðvum og djúpvöðvum kviðs í æfingum
  • Fara vel yfir líkamsbeitingu í öllum æfingum
  • Setja fyrir viðeigandi útfærslur af æfingum eftir aðstæðum

*Þjálfun eftir fæðingu getur verið mjög einstaklingsbundin og er því passað upp á að hver og ein fari á sínum hraða, fylgi útfærslum af æfingum sem eru tímabærar og með viðeigandi þyngdir/ákefð. Það getur komið upp að þjálfari meti að leita skuli til sérhæfðs sjúkraþjálfara samhliða þjálfun.*

Þjálfari námskeiðs

Þjálfari námskeiðs er Sigrún Hákonardóttir, sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari

Staðsetning námskeiðs

Námskeiðið er kennt í G-Fit Heilsurækt, Kirkjulundi 19, 210 Garðabær

Tímasetning námskeiðs

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 7. janúar kl 9:15-10:15 og er kennt alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:15-10:15 og er síðan frjáls mæting milli kl. 11:15-13:15 alla laugardaga. Kríli eru velkomin með í alla tímana.

  • Þriðjudagar: Áhersla á efri líkamann
  • Fimmtudagar: Áhersla á neðri líkamann
  • Laugardagar: Áhersla á allan líkamann og tækifæri til þess að fá ástandsmat á kviðvöðvum. Óhefðbundin hópþjálfunartími þar sem þú mætir þegar þér hentar á milli 11:15-13:15 og tekur æfingu dagsins (ath hægt að taka æfingu fram að kl. 13:15).

Skilmálar

Með því að skrá þig á námskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála (smelltu hér).

 

Gott að hafa í huga:

- Æfa í "hefðbundum" ræktarfötum og æfingaskóm. Það er klefi í Gfit og alltaf hægt að skipta um föt og fara í sturtu.

- Hafa barnið í bílstól, ömmustól eða á undirbreiðslu/leikteppi. Það eru tvær leikgrindur í boði, tveir matarstólar og yfirleitt amk ein undirbreiðsla í Gfit.

- Taka með þér vatnsflösku (sérstaklega ef þú ert að gefa brjóst). Ef hún skyldi gleymast eru glös til staðar í Gfit.

- Fá þér orku fyrir tímann. Síðasta lagi á leiðinni í tímann. T.d. 1/2 banana, 1/2 banana með möndlusmjöri, tvær döðlur, eina döðlu með möndusmjöri, djúsglas.