Jóga nidra dáleiðslupakkinn eru 20 dagar af liggjandi leiddri hugleiðslu byggt á jóga nidra aðferðafræðinni með dáleiðslu ívafi. Þú færð fjórar mismunandi upptökur sem rúlla yfir 20 daga tímabil. Hver hugleiðsluupptaka er 26-32 mínútur og tekur þú pakkann á þínum hraða en mælt er með að stunda þennan pakka 4x í viku. Þú hefur aðgang að pakkanum í 6 mánuði.
Jóga nidra dáleiðslupakkinn er settur upp í fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi en þetta kerfi fylgist með framvindu þinni þar sem þú merkir við "Merkja sem lokið" eftir hverja hugleiðsluæfingu. Í kjölfarið færðu sendan hvatningartölvupóst. Einnig fylgir með vinnuhefti sem er aðgengilegt hjá fyrsta kynningarmyndbandinu þar sem þú getur prentað út stöðumat, sjálfsskoðun og tékklista.
Jóga nidra dáleiðslupakkinn samanstendur af fjórum mismunandi hugleiðsluæfingum. Þú færð aðgang á innan við sólarhring frá skráningu. Ef skráning berst eftir kl. 15 á föstudegi virkjast aðgangurinn strax á mánudegi. Eftir að þú skráir þig færð þú staðfestingu á greiðslu frá Rapyd og Shopify. Þú færð síðan aðgang að Jóga nidra dáleiðslupakkanum með sér tölvupósti um leið og skráningin því hefur verið afgreidd (innan við sólarhring á virkum degi).
Markmið
Markmiðið með jóga nidra dáleiðslupakkanum er að gefa þér tól þar sem þú kemst í djúpslökun og nærð að byggja þig upp andlega. Með tímanum er jóga nidra dáleiðslu ætlað að gera þig að kyrrlátari og yfirvegaðari útgáfu af þér. Jóga nidra hefur þau áhrif að það losar um stress hormón (cortisol) í hippocampus í heila og styrkir því þenna hluta heilans sem gerir það að verkum að þú verður rólegri útgáfa af þér og nærð að tækla lífið af meiri yfirvegun. Í jóga nidra losar þú líka um Gaba og Seratonin sem virkar sem “kvíðastillandi” og “þunglyndisstillandi” eða þannig að þú finnur fyrir minni kvíða og þunglyndi. Jóga nidra aðferðafræðin vinnur líka með taugakerfið og með tímanum minnkar amygdala í heila þar sem “fight/flight/freeze” á sér stað og þú upplifir þig ekki í þessu ástandi þegar engin raunveruleg hætta stafar. Eftir aðeins 11 klst af jóga nidra (jóga nidra dáleiðslupakkinn er rúmar 11 klst) styrkir þú framheilann sem gerir það að verkum að þú upplifir að þú nærð að pása áður en þú bregst við - þú verður yfirvegaðri útgáfa af þér. Markmiðið með þessum jóga nidra dáleiðslupakka er að þú ekki bara upplifir þig sem kyrrlátari, yfirvegaðri og rólegri útgáfu af þér heldur færðu auka trú á þér, þú berð meiri virðingu fyrir þér, þú sleppir því sem þjónar þér ekki lengur og hreinsar til óþarfa úr orkulíkamanum og þú fellur oftar í djúpan svefn eftir að þú leggst á koddann.
Sigrún hefur blandað saman jóga nidra aðferðafræðinni og tekið úr dáleiðsluaðferðafræðinni (ávinningsleiðin) það sem henni finnst passa best til þess að búa til þessa endurnærandi djúpslökun og uppbyggingu.
Fyrir hvern er jóga nidra dáleiðslupakkinn?
Jóga nidra dáleiðslupakkinn er fyrir þig ef þú ert tilbúin að skuldbinda þig í 26-32 mínútur á dag í 20 daga (ath mælt er með að ná fjórum æfingum í viku). Jóga nidra dáleiðslupakkinn getur hentað hverjum sem er, sérstaklega ef þú vilt kynnast aðferð til þess að slaka á taugakerfinu, til að tengjast þér betur (þínu innra sjálfi) og til að styrkja þig andlega.
Hvað samanstendur jóga nidra dáleiðslupakkinn af?
Jóga nidra dáleiðslupakkinn samanstendur af fjórum mismunandi hugleiðsluæfingum sem spanna yfir 20 daga. Þú færð aðgang að öllum jóga nidra dáleiðslupakkanum á fjarþjálfunarsíðu FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Þú getur tekið pakkann á þínum hraða en tímabundinn aðgangur er að æfingunum í 6 mánuði. Ábyrgðin liggur hjá þér að taka frá 26-32 mín í hugleiðslu einhverja daga á þessu tímabili. Til þess að fá aðgang að hugleiðsluæfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún. Aðgangur að æfingunum er í 185 daga sem samsvarar 6 mánuðum.
Skráning og aðgangur
Þú skráir þig með því að smella á og "setja í körfu" að ofan og klárar greiðsluferlið. Á innan við sólarhring á virkum degi færðu upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn í fjarþjálfunarkerfið og færð aðgang að jóga nidra dáleiðslupakkanum. Til þess að fá aðgang að æfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún
Hvernig varð jóga nidra dáleiðslupakkinn til?
Eftir að ég fór í kulnun skráði ég mig í dáleiðslunám og jóga nidra kennaranám. Þar sá ég að unnið er með sömu heilabylgjur (alpha state) eða það stig heilans þar sem maður kemst inn fyrir múr vitundar og sá ég margt sem var sambærilegt. Í dáleiðslunáminu hafði ég í huga að bjóða upp á hópdáleiðslur en mér fannst ég ekki vera komin með “rammann” til þess. Þá kviknaði “ljósaperumóment” í jóga nidra náminu og ég sá þvílík tækifæri að notast við grunn hugmyndafræði jóga nidra en að bæta inn því sem mér finnst svo frábært við ávinningsleið dáleiðslunnar. Með því varð jóga nidra dáleiðslupakkinn til og hefur algjörlega bjargað mér úr minni kulnun. Þetta var hlekkur og tól sem mig vantaði til þess að viðhalda mér tengdri mér. Ég hef náð mögnuðum árangri og hef fundið mun á taugakerfinu (en ég fékk taugaáfall sem varð toppurinn á minni kulnun), hef fundið mun á mínum viðbrögðum, hef fundið mun á svefninum mínum og er orðin svo miklu yfirvegaðari, tengdari og kyrrlátari útgáfa af mér og langar mig að hjálpa öðrum að upplifa hið sama.
Skilmálar
MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Í HUGLEIÐSLUPAKKANN SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.