Meðgöngu- og mömmuFJARtímar, 3 vikur, hefst mánudaginn 6. apríl

Meðgöngu- og mömmuFJARtímar, 3 vikur, hefst mánudaginn 6. apríl

Verð
Uppselt
Útsöluverð
8.990 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

*Fjarþjálfun hugsuð fyrir þær sem hafa mætt í mömmutíma, lokið meðgöngu- eða mömmufjarþjálfun grunnplan eða styrktar- og þolplan eða mætt í einka/hópeinkatíma*

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er hægt að skrá sig í fjartíma (eða fjarþjálfun) þar sem þú færð senda nýja æfingu 3x í viku í 3 vikur. Þú ert að hoppa inn í viku 2 í meðgöngu- og mömmufjartíma og færð því aðgang að æfingum úr viku 1 og aukalega aðgang að 6 öðrum heimaæfingum. ATH tímabundinn aðgangur er að æfingunum á meðan á fjarnámskeiði stendur (3 vikur) og eru æfingarnar aðgengilegar á lokuðu svæði á www.fitbysigrun.com

Markmið FJARnámskeiðs

Markmið með FJARtímunum er að bjóða upp á skemmtilega og krefjandi HEIMAþjálfun án vandkvæða eins og þvagleka, útbungun í miðlínu kviðs og mjóbaks- og grindarverki. Þessu markmiði er náð með því að:

  • Fara vel yfir líkamsbeitingu í öllum æfingum með sérstöku tilliti til grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs
  • Bjóða upp á mismunandi útfærslur af æfingum þegar við á

Tæki/tól fyrir FJARnámskeið

Til þess að ná mestum árangri er gott að eiga handlóð, 1m æfingateygju og litlar æfingateygjur. Ef þú átt ekki handlóð getur þú reddað þér með t.d. fjölnota poka (fyllt hann af þungum hlutum). Ef þú átt ekki æfingateygjur getur þú reddað þér með t.d. sokkabuxum. Tekið er fram þegar þú getur t.d. notað önnur æfingatæki (eins og assault bike, slamball ef þú ert með aðgang að slíku).

Æfingar eru líka sýndar með nuddrúllu, litlum nuddboltum, blöðrubolta og alpha bolta. 

Fyrirkomulag FJARnámskeiðs

Þú færð æfingu senda til þín í pósthólfið á sunnudagskvöldi, þriðjudagskvöldi og loks á fimmtudagskvöldi í 3 vikur. Gert er ráð fyrir að þú klárir efri líkama æfingu á mánudegi eða þriðjudegi, neðri líkama æfingu á miðvikudegi eða fimmtudegi og æfingu fyrir allan líkamann á föstudegi eða laugardegi.

Skilmálar

Með því að skrá þig í fjarþjálfun samþykkir þú eftirfarandi skilmála (smelltu hér).