Vertu með í Fjarþjálfun KVENNASTYRKS! Hefst um helgina!

Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan (hefst helgina 27. nóvember)
Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan (hefst helgina 27. nóvember)

Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan (hefst helgina 27. nóvember)

Verð
15.990 kr
Útsöluverð
15.990 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

Skráning fyrir hvert tímabil verður að berast í síðasta lagi á föstudag kl. 9. Eftir þann tíma ertu að skrá þig á næsta tímabil eftir viku.

Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan er 4. vikna fjarþjálfun sem leggur áherslu á fræðslu og inniheldur æfingar sem taka á öllum líkamanum og eru í grunninn ætlaðar að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs, mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu með markvissum hætti. ATH það er ræktarútfærsla og heimaútfærsla af öllum styrktar/þol æfingum. Aðgangur að æfingunum er tímabundinn við átta vikur.

Fyrir hvern er þessi þjálfun?

Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan vol I er hugsuð fyrir ófrískar konur sem treysta sér til að stunda styrktar/þol þjálfun.

Hvenær er þessi þjálfun tímabær?

Þessi fjarþjálfun er tímabær á hvaða tímapunkti meðgöngunnar. Mikilvægt er að hlusta ávallt á líkamann og dagsformið, ef þú hefur ekki verið að hreyfa þig reglulega er mikilvægt að þú ofgerir þér ekki, byrjar rólega og með léttar þyngdir.

Hvað er innifalið í þjálfuninni?

Það sem fylgir þjálfuninni er æfingaáætlun í 4 vikur (ath aðgangur að æfingunum er í átta vikur). 

  Við lok tímabils er hægt að kaupa aftur aðgang að sama plani, MM-HEIMAfjarþjálfun eða HIT it Off æfingaplan fyrir verðandi og nýbakaðar mæður.

  Hvaða tæki/tól þarf fyrir þjálfunina?

  Til þess að framkvæma æfingar í planinu þarftu að eiga eftirfarandi æfingadót:

  1. Löng æfingateygja eða sambærilegt
  2. Lítil æfingateygja eða sambærilegt
  3. Nuddrúlla eða sambærilegt
  4. Tveir litlir nuddboltar eða sambærilegt
  5. Blöðrubolti eða sambærilegt 
  6. Tvö handlóð, 3-4 kg hver (til þess að framkvæma heimaútgáfu af æfingunum)
  7. Eitt handlóð, 6-10+ kg (til þess að framkvæma heimaútgáfu af æfingunum)

  Til þess að framkvæma æfingar í ræktarútgáfunni þarftu að vera með aðgang að eftirfarandi æfingadóti:

  1. Handlóð
  2. Trissa (e. cable machine)
  3. Sitjandi róðurtæki (e. seated row machine)
  4. Æfinga bekkur
  5. Bosu bolti (valkvæmt)
  6. Þrektæki (t.d. hjól, róðravél)
  7. Stöng
  8. Ketilbjöllur
  9. Kaðall (e. battle rope) eða slam ball
  10. Lóða skífur (e. weight plate)

  Hvernig skrái ég mig í þjálfun?

  Skráning fyrir hvert tímabil verður að berast í síðasta lagi á föstudagsmorgni. Þú skráir þig í fjarþjálfun hér að ofan með því að setja vöru í körfu klára greiðsluferlið. Í framhaldið færðu staðfestingapóst á greiðslunni. Um helgina hefst fjarþjálfunin og færðu æfingar vikunnar senda. Þú færð póst á hverjum mánudegi og föstudegi út tímabilið. ATH þú færð aðeins aðgang að æfingunum í 8 vikur. 

  Skilmálar

  MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Í FJARÞJÁLFUN SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.

   

  Mjög sambærilegar æfingar er að finna í mömmufjarþjálfun styrktar- og þolplan.