Öræfingapakkinn

Öræfingapakkinn

Regular price
Sold out
Sale price
0 kr
Tax included.
Quantity must be 1 or more

VÆNTANLEGT á nýrri síðu með nýju greiðslufyrirkomulagi!

Öræfingapakkinn samanstendur af 20 mismunandi 16 mín öræfingar

Öræfingapakkinn er settur upp í online-kerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi en þetta kerfi fylgist með framvindu þinni þar sem þú merkir við "Merkja sem lokið" eftir hverja öræfingu. Í kjölfarið færðu sendan hvatningartölvupóst. 

Öræfingapakkinn samanstendur af 20 mismunandi öræfingum. Þú getur farið oftan en einu sinni í gegnum æfingarnar. Eftir að þú skráir þig færð þú senda staðfestingu á greiðslu frá Rapyd og Shopify. Þú færð síðan aðgang að Öræfingapakkanum með sér tölvupósti innan við sólarhring eftir að þú skráir þig (ath ef þú skráir þig eftir kl. 15 á föstudegi færðu aðgagninn strax eftir helgi).

Markmið

Markmiðið með öræfingapakkanum er að gefa þér eingöngu aðgang að þessu 16 mín æfingakerfi. Hér færðu fyrstu 20 æfingarnar sem er að finna í Þjállfun með FitbySigrún - Heildarpakkinn og getur þú unnið með þessar æfingar eins og hentar þér og þinni dagskrá. Ef þér líkar þær og þú vilt fá fleiri þá gæti næsta skref verið að skrá þig í Þjálfun með FitbySigrún - Heildarpakkinn eða bíða eftir að Öræfingarpakkinn II kemur út.

Hvaða tæki/tól þarf ég að eiga?

Til þess að geta fylgt öræfingunum þarftu að eiga eitt sett af handlóðum á bilinu 4-7 kg. Ég notast sjálf oftast við 6 kg. Einnig þarftu að eiga eina mini bands teygju og aðgang að einhverskonar upphækkun eins og stóll, kollur eða bekkur. Algjör bónus ef þú átt fleiri handlóð.

Hvað samanstendur Öræfingapakkinn I af?

Öræfingapakkinn samanstendur af 20 mismunandi öræfingum. Hver æfing er sýnd "live" og að auki getur þú fylgt sjálf æfingunni með því að lesa útskýringartextann og smella á hverja æfingu fyrir sig. Þú færð aðgang að 20 öræfingum í gegnum online-kerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Öræfingapakkinn inniheldur:

  1. 5 mismunandi efri líkama æfingar
  2. 7 mismunandi neðri líkama æfingar
  3. 5 mismunandi æfingar fyir allan líkaminn
  4. 3 mismunandi þol+core æfingar (stundum auka neðri líkama æfingu)

Til þess að fá aðgang að öræfingunum verður þú að vera skráð inn á online-kerfi FitbySigrún

Skráning og aðgangur

Þú skráir þig með því að smella á og setja í körfu að ofan og klárar greiðsluferlið. Innan við sólarhring á virkum degi færðu póst frá mér með upplýsingum um hvernig þú skráir þig inn í fjarþjálfunarkerfið og aðgang að öræfingapakkanum. Til þess að fá aðgang að æfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á online-kerfi FitbySigrún

Hvernig varð öræfingapakkinn til?

Öræfingarkerfið varð til eftir að ég eignaðist barn nr. 3 og aðstæður voru þannig að það var ÓRAUNHÆFT að komast á æfingu miðað við að vera reka fyrirtæki og hugsa um heimili. Ég fékk þá hugmynd að setja saman krefjandi æfingu á 16 mín. Ég þarf sjálf útrás á æfingu og þessar æfingar með amk 6 kg þyngd og keyrslu allan tímann gefa mér útrás á 16 mín sem ég fæ á klst æfingu. Ég fór að deila þessum öræfingum live með þáverandi mömmufjarþjálfarunarhóp 2021 sem hittu svoleiðis í mark. Þessar æfingar geta verið gerðar á byrjandahraða, fækka tímanum og jafnvel stytta æfinguna og eftir að ég fékk taugaáfall fékk ég að kynnast þeirri útfærlsu en þá gat ég aðeins 4 mín æfingu sem samsvarar 1/3 af þessum öræfingum. Það er hægt að vinna með þessar æfingar og eru alltaf sýndar auðveldari útfærslur og krefjandi útfærslur þegar við á bæði live og þegar smellt er á æfinguna sjálfa. Öræfingarnar eru hluti af fjarþjálfarunarkerfi sem ég hef skapað sem hefur það markmið að gera hreyfingu, hugarfar og matarræði að vikulegri rútínu. Öræfingapakkinn sjálfur varð til þar sem það varð mikil eftirspurn eftir að skrá sig eingöngu í öræfingarnar. Þetta eru því fyrstu 20 öræfingarnar sem þú finnur í fjarþjálfunarkerfinu sem hægt er að skrá sig í ef þér líkar öræfingapakkinn og taka ÞIG á næsta stig hvað hreyfingu, hugarfar og matarræði varðar. 

Skilmálar

MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Í ÖRÆFINGAPAKKANN SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.