NÝTT - Smelltu hér til að skrá þig í fjarþjálfun

Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla
Ritleiðsla

Ritleiðsla

Regular price
7.990 kr
Sale price
7.990 kr
Tax included.
Quantity must be 1 or more

Ritleiðsla er óhefðbundin dagbók sem veitir ákveðna hugleiðslu með riti. 

Henni er ætlað að auka meiri meðvitund í daginn, stuðla að því að þú sért meira í núinu, einblína meira á það sem vel gengur og hjálpa þér að verða meiri þú.

Í  Ritleiðslu er að finna upplýsingar um notkun, dagbókarblaðsíður (98 bls fylgir dagbókinni) þar sem þú skrifar niður hvernig dagurinn fór, hvað gekk vel og hvernig þú sérð fyrir þér næsta dag (to-do listi). Þessi hluti bókarinnar er ætlaður til að veita meiri meðvitund í daginn, æfa þig og hjálpa þér að einblína á það sem þú getur gert núna og á það sem vel gengur. Aftar í bókinni er að finna vikuskipulag þar sem þú getur brotið daginn niður frá kl. 5 á morgnanna og til kl. 22 (16 vikur fyglir dagbókinni). Þá gætir þú tekið to-do lista dagsins og bútað hann niður og þannig unnið betur í tímastjórnun á daginn.

Aftast í bókinni eru síðan verkefni sem eru ætluð til þess að byggja þig upp þegar þú ert tilbúin að vinna í þeim. Þar er að finna blaðsíður til þess að gera HAM æfingu (hugræn atferlis meðferð) en með því að gera slíka æfingu ertu að velja hjálplega hugsun tengt aðstæðum í lífinu og þannig 'víra' hugann upp á nýtt svo að hann fari að vinna með þér (frekar en gegn þér) - 9 bls fylgja dagbókinni. Þar er einnig að finna stað fyrir eiginleika (3 bls fyglja dagbókinni) en á þann stað skrifar þú fyrst og fremst niður eiginleika sem þú lítur upp til hjá öðrum og er bókinni ætlað að byggja upp trú þína að þetta séu eiginleikar sem búa innra með þér. Næsti hluti er staður fyrir möntrur (3 bls fylgja dagbókinni) en þar skrifar þú niður tilvitnanir og setningar sem virka á þig sem hvetja þig áfram og hjálpa þér að halda þér gangandi. Síðan er hluti fyrir markmið (9 bls fylgja dagbókinni) en þú getur fengið meira út úr lífinu ef þú hefur einhverja stefnu og brýtur hana niður í viðráðanleg markmið (skref) - það gerist ekkert á einni nóttu en það geta ótrúlegustu hlutir gerst með litlum viðráðanlegum og hvetjandi skrefum. Loks er hluti sem kallast lífssýn (4 bls fylgja dagbókinni) en þessi hluti er ætlaður fyrir lengra komna þegar þú hefur unnið í Ritleiðslu í einhvern tíma og ert komin með þessa upplifun innra með þér, hvað þú getur í raun og veru haft mikil áhrif á líf þitt. Þar ertu að fara skrifa niður 'drauma' aðstæður - hvernig þú sérð fyrir þér lífið ef þú mættir ráða því 100%.

Það sem fylgir með bókinni eru öll blöð og að auki fylgir bókamerki (ath penni er uppseldur og kemur ekki aftur og fylgir því ekki með bókinni)

Hægt er að kaupa ÁFYLLGINGU í bókina:

  • Dagbók: 150 bls 
  • Vikuskipulag: 17 vikur
  • HAM æfing: 9 bls
  • Markmið: 9 bls
  • Pakki með eiginleikar, möntrur og lífssýn: 3 bls af hvert, 9 bls í heildina

Þessi bók er hönnuð og unnin af Sigrúnu María Hákonardóttir en hún hefur notast við þessar aðferðir síðan 2017 sem hafa komið henni á þann stað að hafa óbilandi trú á sjálfri sér, það er ekkert sem stoppar hana og hún heldur ótrauð áfram í lífinu. Grafískur hönnuður sem kom að Ritleiðslu er María Björk Ívarsdóttir. Bókin er handgerð í verksmiðju í Kína.