SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NÁMSKEIÐ Í KVENNASTYRK

Skráning í Kvennastyrk tímabilið 11. október - 7. nóvember

Skráning í Kvennastyrk tímabilið 11. október - 7. nóvember

Verð
19.990 kr
Útsöluverð
15.990 kr
Skattur innifalinn
Magn verður að vera 1 eða meira

Nokkur námskeið á afslætti fyrir 3 vikna tímabil eða 18. október - 7. nóvember!

Í Kvennastyrk vinnum við í 4. vikna tímabilum og eru öll námskeið og líkamsræktaraðgangur því bundin innan tímabils.

MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Á 4. VIKNA NÁMSKEIÐ (TÍMABIL) SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.

 

Það eru fimm mismunandi námskeið í boði og að auki hægt að skrá sig eingöngu í líkamsræktina.

Basic: Basic er kennt 2x í viku og eru tvö mismunandi námskeið í boði á þriðjdögum og fimmtudögum kl. 6:40-7:30 og kl. 11:55-12:45. Í Basic er unnið meira með grunninn heldur en í Styrk tímum og er meira um hreyfiteygjur og bandvefsnudd. Í tímanum er styttri styrktar- og þolæfingu heldur en í Styrktar tímanum. Þetta námskeið er meðal annars hugsað fyrir byrjendur eða þær sem eru að byrja aftur eftir hlé, þær sem eru með verki og þær sem vilja æfa 2x í viku og af minni ákefð heldur en í t.d. Styrk tímanum. Tímarnir eru ekki hugsaðir fyrir ófrískar og er frekar mælt með að ófrískar skrá sig í MM-Basic. Þjálfari námskeiðs er Alexandra Sif og sér Sólveig um afleysingar. Lesa má nánar um þær hér. Þú skráir þig með því að velja tímann í fellilista og gengur frá skráningu. Hvert tímabil er á kr. 19.990. Hægt er að bæta við aðgang í líkamsrækt utan námskeiðstíma sem gildir út tímabilið á kr. 3.990 (1.990 ef bætt er við áskriftarleið) og er það gert þegar greitt er fyrir námskeiðið. Nánar um líkamsræktaraðgang að neðan. 

Styrkur: Styrkur er kennt 2x og 3x í viku og eru sex mismunandi námskeið í boði. Námskeið kennt 3x í viku á mándögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 6:40-7:30, 8:30-9:20, 11:55-12:45. Námskeið 3x í viku kennt á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 17:15-18:05 og 19:15-20:05. Námskeið kennt 2x í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:15-19:05. Unnið er með styrktar- og þolæfingar og æfingar sem stuðla að bættri hreyfigetu og líkamsvitund. Styrkur er af meiri ákefð heldur en Basic. Markmiðið með námskeiðinu er að upplifa ánægju, gera hreyfingu hluta af daglegu lífi, að auka sjálfstraust og eigin getu á æfingu. Þetta námskeið er hugsað fyrir allar konur, sama hvernig líkamlegu ástandi þær eru í, sem vilja æfa í uppbyggilegu umhverfi og finna 'hreyfigleðina' sem býr innra með þeim. Tímarnir eru ekki hugsaðir fyrir ófrískar og er frekar mælt með að ófrískar skrá sig í MM-Fit. Þjálfari námskeiðs er Arna Vilhjálmsdóttir og sér Sólveig um afleysingar. Lesa má nánar um Örnu hér. Þú skráir þig með því að velja tímann í fellilista og gengur frá skráningu. Hvert tímabil er á kr. 24.990,- 3x í viku og kr. 19.990,- 2x í viku. Hægt er að bæta við aðgang í líkamsrækt utan námskeiðstíma sem gildir út tímabilið á kr. 3.990 (1.990 ef bætt er við áskriftarleið) og er það gert þegar greitt er fyrir námskeiðið. Nánar um líkamsræktaraðgang að neðan. Nánar um líkamsræktaraðgang að neðan.

Grunn-styrkur: Grunn-Styrkur er kennt 1x í viku í 8 vikur í senn og er eitt námskeið í boði á miðvikudögum kl. 18:15-19:05. Námskeiðið leggur upp með að efla sjálfstraust og trú á eigin getu í líkamsrækt og einblínt er á að virkja gott viðhorf til líkamsræktar, styrkja andlega líðan í gegnum hreyfingu og byggja upp góðan grunn. Unnið er með hreyfiteygjur, rúll og þol-og styrktaræfingar. Þetta námskeið er hugsað fyrir allar konur sem langar að gera hreyfingu að hluta af vikunni og sinni rútínu. Þér er mætt nákvæmlega þar sem þú ert stödd í frábærum félagsskap þar sem fókusinn er settur á að gera andlega líðan betri í gegnum hreyfingu þar sem það er frábært tæki til þess að ná góðu jafnvægi í dagsins amstri. Þjálfari námskeiðs er Arna Vilhjálmsdóttir og sér Sólveig um afleysingar. Lesa má nánar um Örnu hér. Þú skráir þig með því að velja tímann í fellilista og gengur frá skráningu. Hvert 8 vikna námskeið er á kr. 16.990 og fylgir líkamsræktaraðgangur með námskeiðinu.

MM-Basic: MM-Basic er kennt 2x í viku og eru tvö námskeið í boði á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-10:30 og 10:40-11:40. MM-Basic er ætlað ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Í MM-Basic er farið betur yfir grunninn heldur en í MM-Fit tímunum. Lögð er meiri áhersla á hreyfiteygjur og bandvefsnudd. Styrktar- og þolæfingin er styttri heldur en í MM-FIT tímanum. Lagt er upp með að kenna rétta líkamsbeitingu í ýmsum æfingum og kenna konum á þær breytingar sem hafa átt sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nýta sér grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum. MM-Basic er hugsað fyrir konur sem eru að byrja aftur eftir fæðingu, vilja taka rólegri æfingu eða eru verkjaðar. Mælt er með að gefa líkamanum amk 6 vikur til að jafna sig eftir fæðingu. Hægt er að hefja þjálfun á hvaða tímapunkti meðgöngunnar sem er svo lengi sem þú hafir ekki fengið læknisráð að mega ekki hreyfa þig. Þjálfari námskeiðs er Ale Sif og sér Sólveig um afleysingar. Lesa má nánar um Ale hér. Þú skráir þig með því að velja tímann í fellilista og gengur frá skráningu. Hvert tímabil er á kr. 19.990,- 2x í viku. Hægt er að bæta við aðgang í líkamsrækt utan námskeiðstíma sem gildir út tímabilið á kr. 3.990 (1.990 ef bætt er við áskriftarleið) og er það gert þegar greitt er fyrir námskeiðið. Nánar um líkamsræktaraðgang að neðan. Hægt er að kynna sér muninn á MM-Basic og MM-Fit hér. 

MM-Fit: MM-Fit er kennt 3x í viku. Það eru þrjú mismunandi námskeið í boði á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9:30-10:30, 10:40-11:40 og 13:10-14:10. Á þessu námskeiði er unnið af meiri ákefð heldur en í MM-Basic. MM-FIT er ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Tíminn er hugsaður fyrir þær sem voru vanar að hreyfa sig á meðgöngunni og fyrir meðgöngu eða þær sem hafa lokið MM-Basic eða annað sambærilegt námskeið. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nota grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum.  Mælt er með að gefa líkamanum amk 6 vikur til að jafna sig eftir fæðingu. Hægt er að hefja þjálfun á hvaða tímapunkti meðgöngunnar sem er svo lengi sem þú hafir ekki fengið læknisráð að mega ekki hreyfa þig. Þjálfari námskeiðs er Ale Sif og sér Sólveig um afleysingar. Lesa má nánar um Ale hér. Þú skráir þig með því að velja tímann í fellilista og gengur frá skráningu. Hvert tímabil er á kr. 24.990,- 3x í viku. Hægt er að bæta við aðgang í líkamsrækt utan námskeiðstíma sem gildir út tímabilið á kr. 3.990 (1.990 ef bætt er við áskriftarleið) og er það gert þegar greitt er fyrir námskeiðið. Nánar um líkamsræktaraðgang að neðan. Hægt er að kynna sér muninn á MM-Basic og MM-Fit hér.

Líkamsræktaraðgangur: Hægt er að kaupa einungis líkamsræktaraðgang á hverju tímabili á kr. 8.990,-. Með því að skrá þig í líkamsræktina ertu að skrá þig í áskrift og færðu greiðsluseðil sendan fyrir næsta 4 vikna tímabil - nánar útskýrt í upplýsingapósti. Með skráningu verður að fylgja í athugasemd kennitala. Líkamsræktaraðgangur er opinn með aðgangskerfinu okkar (app) virka daga frá kl. 6:30-20:00 og frá kl. 9:00-18:00 um helgar. Á rauðum dögum er helgaropnun. Þú getur mætt hvenær sem er á opnunatíma og tekið æfingu. Þegar það er námskeið í gangi er einnig verið að nota ræktarsalinn að hluta til. Þegar það eru engin námskeið í gangi er velkomið að nota einnig hóptímasalinn. Í hóptímasal er alltaf skrifuð upp æfing dagsins úr tíma. Það sem er í boði í líkamsræktinni eru fjögur assault bike, þrjú bike erg hjól, tvær róðravélag, tvö hlaupabretti, sleði, tveir bekkir, tveir pallar, trissa, handlóð, ketilbjöllur, slam boltar, sleði, stangir, hnébeygjurekki. Að auki er nokkrar tegundir af rúllum, boltum og æfingateygjum. Einnig eru rimlar, TRX bönd og dýnur í boði. Með því að skrá þig í líkamsræktina ertu orðin hluti af hópnum okkar í Kvennastyrk  og getur skráð þig í pop up tíma (suma að kostnaðarlausu og suma með afslætti) með afsláttarkóða sem við sendum ykkur. 


Skráning

Þú skráir þig með því að velja í fellilistanum hér að ofan, setur vöru í körfu og gengur frá greiðsluferlinu. Í greiðsluferlinu gefst þér tækifæri að bæta við líkamsræktaraðgangi út tímabilið (ef þú skráir þig á námskeið). Þú færð staðfestingarpóst sem staðfestir greiðslu og ert þar með skráð. Þú færð síðan upplýsingapóst um námskeiðið sendan í kjölfarið. Með því að skrá þig ertu að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu. Mælt er með að kynna sér skilmála vel áður en lögð er inn skráning. Ef þú vilt vera skráð í áskrift getur þú óskað eftir því með tölvupósti (kvennastyrkur@kvennastyrkur.is) eftir að tímabilið er hafið og ferð þá í áskriftarkerfið hjá Kvennastyrk sem er í gegnum Reglu bókhaldskerfi. Hægt er að lesa nánar um áskriftina í skilmálum.