Fræðslunámskeiðið Þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikur eftir fæðingu er rafrænt námskeið aðgengilegt í 6 mánuði á fjarþjálfunarsíðu FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Nýtt tímabil hefst á hverjum föstudegi og færðu þá tölvupósti sendan með aðgang að fjarþjálfunarsíðunni og fræðslunámskeiðinu.
Námskeiðið tekur 3 tíma en þú getur skipt því upp eins og hentar á meðan þú ert með aðgang.
ATH þú færð tölvupóst þegar aðgangur hefur verið virkjaður (innan við sólarhring frá kaupum)
Um námskeiðið
Þetta námskeið er hagnýtt rafrænt námskeið þar sem markmiðið eftir námskeiðið er að þú upplifir þig örugga að hreyfa þig á meðgöngunni. Þú færð að prófa þig áfram með ýmsar æfingar (svo lengi sem þú vilt) og er markmiðið eftir námskeiðið að þú hafir þekkingu á grindarbotns- og kviðvöðvum og sért örugg að fara æfa þig að vinna með þessa vöðvahópa.
Farið er yfir helstu þætti sem koma að þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Áhersla er lögð á að kenna þér tækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum.
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og æfingamyndbanda og er svona uppsett:
1. Þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu kynning, yfirlit, ástæður til að greyfa sig á meðgöngunni, mismunandi tímabil meðgöngunnar, líkamsstaðan
2. Relaxin hormón, grindin, grindarbotnsvöðvar, kviðvöðvar, öndunartækni
3. Viðbót við öndunartækni sérstakar grindarbotns- og kviðæfingar
4. Efri líkaminn
5. Neðri líkaminn
6. Þol æfingar
7. Kviðæfingar
8. Merki um ofþjálfun, teygjur/hreyfiteygjur
9. Rúllæfingar
10. Push prepp method
11. Matarræði á meðgöngu, ráð fyrir fæðingu, fyrstu vikurnar eftir fæðingu
12. Lokaorð, heimildaskrá, myndaskrá
Fyrir hvern er þetta námskeið
Námskeiðið er ætlað barnshafandi konum og konum sem eru að huga að barneignum. Þetta er ekki þjálfaranámskeið, þjálfaranámskeið er komið í hendurnar á Elínu @thjalfunby.es.
Umsjón með námskeiðinu
Þjálfun á meðgöngu fræðslunámskeið er í umsjón Sigrúnu Maríu Hákonardóttur, Meðgöngu- og mömmuþjálfari (Certified Prenatal- and Postnatal Exercise Specialist). Sigrún er stofnandi Kvennastyrks líkamsræktarstöð fyrir konur, sem leggur áherslu á heilsuþjálfun kvenna. Hún hefur þjálfað fjöldan allan af konum og þá stærstan hluta af ófrískum konum eða konum sem eru í fæðingarorlofi frá árinu 2018. Þið getið kynnst henni nánar á instagram reikningi hennar @FitbySigrún.
Verð
Námskeiðið er á kr. 12.990,- og er innifalið í því 6 mánaða aðgangur að efninu. Ef þú vilt fá kvittun fyrir stéttarfélagið verður þú að senda póst á fitbysigrun@gmail.com og óska eftir því. Kennitala verður að fylgja með í tölvupóstinum svo hægt sé að útbúa fullnægjandi kvittun.
Skráning
Þú skráir þig með því að setja vöru í körfu og klárar greiðsluferlið. Nýtt tímabil hefst síðan á hverjum föstudegi og færðu tölvupóst sendan þá með upplýsingar um námskeiðið.
Kvittun
Þú færð staðfestingapóst frá FitbySigrún sem staðfestir kaupin og kvittun frá Saltpay sem staðfestir greiðslu. Ef þú vilt fá kvittun fyrir stéttarfélagið verður þú að senda póst á fitbysigrun@gmail.com og óska eftir því. Kennitala verður að fylgja með í tölvupóstinum svo hægt sé að útbúa fullnægjandi kvittun.
MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Á ÞETTA NÁMSKEIÐ SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.