Námskeið - Laugardaginn 8. febrúar 2020 kl. 14-16 (Höfuðborgarsvæðið)

Námskeið - Laugardaginn 8. febrúar 2020 kl. 14-16 (Höfuðborgarsvæðið)

Verð
10.990 kr
Útsöluverð
10.990 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

Námskeiðið Þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu er ætlað verðandi mæðrum og konum sem hafa einhverntímann á lífsleiðinni eignast barn. Þjálfarar og heilbrigðisstarfsfólk sem vill bæta við sig þekkingu á þessum sviðum er einnig velkomið. Takmörkuð skráning er á hvert námskeið.

Markmiðið með námskeiðinu er að fræða þig um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu og kenna þér ákveðna tækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum.

Á þessu námskeiði:

  • Er farið yfir helstu þætti sem koma að þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu.
  • Er áhersla lögð á að kenna tækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum.
  • Færðu persónulega að æfa þig að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum við ýmsar æfingar.
  • Ferðu heim með æfingateygju og tímabundinn aðgang að lokaðri síðu með kennslumyndböndum af nokkrum æfingum svo þú getir haldið áfram að æfa þig.

Þar sem námskeiðið er að miklu leyti verklegt er mælt með að mæta í þægilegum skóm og fötum.

 

Skilmálar

Með því að skrá þig á námskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála (smelltu hér).

Námskeið er haldið í Gfit Heilsurækt, Kirkjulundi 19, 210 Garðabær

Hlakka til að sjá þig!