FitbySigrún
TILBOÐ
TILBOÐ
Couldn't load pickup availability
Keyptu tvær vörur og fáðu þær saman á 20% afslætti
Hugleiðslupakkinn og PEPPmolar. Verð áður: kr. 13,580 Verð nú: kr. 10.864
Hugleiðslupakkinn og Ritleiðsla. Verð áður: kr. 17.980 Verð nú: 14.384
Hugleiðslupakkinn og Jóga nidra dáleiðslupakkinn. Verð áður kr. 19.980 Verð nú: kr. 15.984
Jóga nidra dáleiðluspakkinn og PEPPmolar. Verð áður: kr. 13,580 Verð nú: kr. 10.864
Jóga nidra dáleiðslupakkinn og Ritleiðsla. Verð áður: kr. 17.980 Verð nú: 14.384
PEPPmolar og Ritleiðsla. Verð áður: kr. 11.980 Verð nú: kr. 9,584
ATH lestu vel um vörurnar áður en þú leggur inn pöntun. Tímabundinn aðgangur að hugleiðslupakkanum og jóga nidra dáleiðslupakkanum. Nánari upplýsingar hér að neðan:
Skilmálar
MEÐ ÞVÍ AÐ KAUP TILBOÐ SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.
Hugleiðslupakkinn
Hugleiðslupakkinn er 31 dagur af hugleiðslu. Hver hugleiðsluæfing er 7 mínútur og tekur þú pakkann á þínum hraða. Þú hefur aðgang að pakkanum í 6 mánuði.
Hugleiðslupakkinn er settur upp í fjarþjálfnarkerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi en þetta kerfi fylgist með framvindu þinni þar sem þú merkir við "Mark as complete" eftir hverja hugleiðsluæfingu (sjá myndir). Í kjölfarið færðu sendan hvatningartölvupóst. Einnig fylgir með vinnuhefti sem er aðgengilegt hjá fyrsta kynningarmyndbandinu þar sem þú getur prentað út stöðumat, sjálfsskoðun, tékklista og blaðsíður til þess að skrifa niður það sem gæti komið upp í hugleiðslunni og þú vilt vinna áfram með.
Hugleiðslupakkinn samanstendur af sex mismunandi hugleiðsluæfingum. Nýr hópur er tekinn inn á hverjum föstudegi (lokar á skráningar þegar nýtt tímabil hefst). Eftir að þú skráir þig færð þú staðfestingu á greiðslu frá Saltpay og Shopify. Þú færð síðan aðgang að Hugleiðslupakkanum á föstudeginum eftir að þú skráir þig.
Markmið
Markmiðið með hugleiðslupakkanum er að þú tengist þér betur, þekkir betur inn á sjálfan þig og innsæið þitt og nærð þannig að styrkja sjálfan þig. Þetta er ekki hefðbundin hugleiðsla þar sem þú ert að taka eftir hugsunum, leiða þær frá þér og slaka á. Í hugleiðslupakkanum ertu að fara spyrja þig ákveðinna spurninga í hverri æfingu og eiga samræður við sjálfan þig. Við vinnum oft með sömu spurninguna til þess að hún geti skilað árangri. Markmiðið er að koma upp meðvituðu lausnamiðuðu hugsanamynstri.
Fyrir hvern er hugleiðslupakkinn?
Hugleiðslupakkinn er fyrir þig ef þú ert tilbúin að skuldbinda þig í 7 mínútur á dag í 31 dag. Hugleiðslupakkinn getur hentað hverjum sem er, sérstaklega ef þú ert með marga bolta á lofti, vantar stefnu í lífinu eða vilt einfaldlega prófa aðferð til að verða meðvitaðri útgáfa af sjálfri/um þér.
Hvað samanstendur hugleiðslupakkinn af?
Hugleiðslupakkinn samanstendur af sex mismunandi hugleiðsluæfingum sem spanna yfir 31 dag. Þú færð aðgang að öllum hugleiðslupakkanum á fjarþjálfunarsíðu FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Þú getur tekið pakkann á þínum hraða en tímabundinn aðgangur er að æfingunum í 6 mánuði. Ábyrgðin liggur hjá þér að taka frá 7 mín á hverjum degi í hugleiðslu. Til þess að fá aðgang að hugleiðsluæfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún. Aðgangur að æfingunum er í 185 daga sem samsvarar 6 mánuðum.
Skráning og aðgangur
Nýr hópur er tekinn inn á hverjum föstudegi, til þess að tryggja skráningu á tímabil verður þú að skrá þig í síðasta lagi á föstudegi kl. 9 fyrir hádegi. Þú skráir þig með því að smella á setja í körfu að ofan og klárar greiðsluferlið. Á næstkomandi föstudag færðu póst frá mér og færð upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn í fjarþjálfunarkerfið og færð aðgang að hugleiðslupakkanum. Til þess að fá aðgang að æfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún
Hvernig varð hugleiðslupakkinn til?
Eftir mikla reynslu af hefðbundinni hugleiðslu eins og Headspace, núvitundarnámskeiðum, jóga, dáleiðslu og allskonar bókum hef ég fengið mikla hjálp en aldrei tekist að „finna mig“. Mér fannst alltaf vanta eitthvað, annaðhvort var nálgunin ekki að henta mér eða þá að mér fannst þetta of tímafrekt. Með auknu álagi þurfti ég að finna nálgun sem styrkti mig sem manneskju og hjálpaði mér að tækla öll þau verkefni og hlutverk sem ég er í. Með hugleiðslupakkanum hef ég þróað nálgun sem er stutt og hefur hjálpað mér að sjá aðstæður með öðrum augum og þannig fundið lausnir sem ég hafði aldrei séð áður. Þannig hef ég öðlast hugarró og tæklað aðstæður með allt öðrum hætti. Hugleiðsluæfingarnar hafa gert mig að skilvirkari og meðvitaðri útgáfu af sjálfri mér og mig langar að hjálpa öðrum að upplifa hið sama.
Jóga nidra dáleiðslupakkinn
Jóga nidra dáleiðslupakkinn eru 20 dagar af liggjandi leiddri hugleiðslu byggt á jóga nidra aðferðafræðinni með dáleiðslu ívafi. Hver hugleiðsluæfing er 26-34 mínútur og tekur þú pakkann á þínum hraða. Þú hefur aðgang að pakkanum í 6 mánuði.
Jóga nidra dáleiðslupakkinn er settur upp í fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi en þetta kerfi fylgist með framvindu þinni þar sem þú merkir við "Merkja sem lokið" eftir hverja hugleiðsluæfingu (sjá myndir). Í kjölfarið færðu sendan hvatningartölvupóst. Einnig fylgir með vinnuhefti sem er aðgengilegt hjá fyrsta kynningarmyndbandinu þar sem þú getur prentað út stöðumat, sjálfsskoðun og tékklista.
Jóga nidra dáleiðslupakkinn samanstendur af fjórum mismunandi hugleiðsluæfingum. Nýtt tímabil hefst á hverjum föstudegi (lokar á skráningar þegar nýtt tímabil hefst). Eftir að þú skráir þig færð þú staðfestingu á greiðslu frá Saltpay og Shopify. Þú færð síðan aðgang að Jóga nidra dáleiðslupakkanum á föstudeginum eftir að þú skráir þig.
Markmið
Markmiðið með jóga nidra dáleiðslupakkanum er að gefa þér tól þar sem þú kemst í djúpslökun og nærð að byggja þig upp andlega. Með tímanum er jóga nidra dáleiðslu ætlað að gera þig að kyrrlátari og yfirvegaðari útgáfu af þér. Jóga nidra hefur þau áhrif að það losar um stress hormón (cortisol) í hippocampus í heila og minnkar því þenna hluta heilans sem gerir það að verkum að þú verður rólegri útgáfa af þér og nærð að tækla lífið af meiri yfirvegun. Í jóga nidra losar þú líka um Gaba og Seratonin sem virkar sem “kvíðastillandi” og “þunglyndisstillandi” eða þannig að þú finnur fyrir minni kvíða og þunglyndi. Jóga nidra aðferðafræðin vinnur líka með taugakerfið og með tímanum minnkar amygdala í heila þar sem “fight/flight/freeze” á sér stað og þú upplifir þig ekki í þessu ástandi þegar engin raunveruleg hætta stafar. Eftir aðeins 11 klst af jóga nidra (jóga nidra dáleiðslupakkinn er rúmar 11 klst) styrkir þú framheilann sem gerir það að verkum að þú upplifir að þú nærð að pása áður en þú bregst við - þú verður yfirvegaðri útgáfa af þér. Markmiðið með þessum jóga nidra dáleiðslupakka er að þú ekki bara upplifir þig sem kyrrlátari, yfirvegaðri og rólegri útgáfu af þér heldur færðu auka trú á þér, þú berð meiri virðingu fyrir þér, þú sleppir því sem þjónar þér ekki lengur og hreinsar til óþarfa úr orkulíkamanum og þú fellur oftar í djúpan svefn eftir að þú leggst á koddann.
Sigrún hefur blandað saman jóga nidra aðferðafræðinni og tekið úr dáleiðsluaðferðafræðinni (ávinningsleiðin) það sem henni finnst passa best til þess að búa til þessa endurnærandi djúpslökun og uppbyggingu.
Fyrir hvern er jóga nidra dáleiðslupakkinn?
Jóga nidra dáleiðslupakkinn er fyrir þig ef þú ert tilbúin að skuldbinda þig í 26-34 mínútur á dag í 20 daga (ath mælt er með að ná fjórum æfingum í viku). Jóga nidra dáleiðslupakkinn getur hentað hverjum sem er, sérstaklega ef þú vilt kynnast aðferð til þess að slaka á taugakerfinu, til að tengjast þér betur (þínu innra sjálfi) og til að styrkja þig andlega.
Hvað samanstendur jóga nidra dáleiðslupakkinn af?
Jóga nidra dáleiðslupakkinn samanstendur af fjórum mismunandi hugleiðsluæfingum sem spanna yfir 20 daga. Þú færð aðgang að öllum jóga nidra dáleiðslupakkanum á fjarþjálfunarsíðu FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Þú getur tekið pakkann á þínum hraða en tímabundinn aðgangur er að æfingunum í 6 mánuði. Ábyrgðin liggur hjá þér að taka frá 26-34 mín í hugleiðslu einhverja daga á þessu tímabili. Til þess að fá aðgang að hugleiðsluæfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún. Aðgangur að æfingunum er í 185 daga sem samsvarar 6 mánuðum.
Skráning og aðgangur
Nýtt tímabil er á hverjum föstudegi, til þess að tryggja skráningu á tímabil verður þú að skrá þig í síðasta lagi á föstudegi kl. 9 fyrir hádegi. Þú skráir þig með því að smella á og setja í körfu að ofan og klárar greiðsluferlið. Á næstkomandi föstudag færðu póst frá mér og færð upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn í fjarþjálfunarkerfið og færð aðgang að jóga nidra dáleiðslupakkanum. Til þess að fá aðgang að æfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún
Hvernig varð jóga nidra dáleiðslupakkinn til?
Eftir að ég fór í kulnun skráði ég mig í dáleiðslunám og jóga nidra kennaranám. Þar sá ég að unnið er með sömu heilabylgjur (alpha state) eða það stig heilans þar sem maður kemst inn fyrir múr vitundar og sá ég margt sem var sambærilegt. Í dáleiðslunáminu hafði ég í huga að bjóða upp á hópdáleiðslur en mér fannst ég ekki vera komin með “rammann” til þess. Þá kviknaði “ljósaperumóment” í jóga nidra náminu og ég sá þvílík tækifæri að notast við grunn hugmyndafræði jóga nidra en að bæta inn því sem mér finnst svo frábært við ávinningsleið dáleiðslunnar. Með því varð jóga nidra dáleiðslupakkinn til og hefur algjörlega bjargað mér úr minni kulnun. Þetta var hlekkur og tól sem mig vantaði til þess að viðhalda mér tengdri mér. Ég hef náð mögnuðum árangri og hef fundið mun á taugakerfinu (en ég fékk taugaáfall sem varð toppurinn á minni kulnun), hef fundið mun á mínum viðbrögðum, hef fundið mun á svefninum mínum og er orðin svo miklu yfirvegaðari, tengdari og kyrrlátari útgáfa af mér og langar mig að hjálpa öðrum að upplifa hið sama.
Ritleiðsla
Ritleiðsla er óhefðbundin dagbók sem veitir ákveðna hugleiðslu með riti.
Henni er ætlað að auka meiri meðvitund í daginn, stuðla að því að þú sért meira í núinu, einblína meira á það sem vel gengur og hjálpa þér að verða meiri þú.
Í Ritleiðslu er að finna upplýsingar um notkun, dagbókarblaðsíður (98 bls fylgir dagbókinni) þar sem þú skrifar niður hvernig dagurinn fór, hvað gekk vel og hvernig þú sérð fyrir þér næsta dag (to-do listi). Þessi hluti bókarinnar er ætlaður til að veita meiri meðvitund í daginn, æfa þig og hjálpa þér að einblína á það sem þú getur gert núna og á það sem vel gengur. Aftar í bókinni er að finna vikuskipulag þar sem þú getur brotið daginn niður frá kl. 5 á morgnanna og til kl. 22 (16 vikur fyglir dagbókinni). Þá gætir þú tekið to-do lista dagsins og bútað hann niður og þannig unnið betur í tímastjórnun á daginn.
Aftast í bókinni eru síðan verkefni sem eru ætluð til þess að byggja þig upp þegar þú ert tilbúin að vinna í þeim. Þar er að finna blaðsíður til þess að gera HAM æfingu (hugræn atferlis meðferð) en með því að gera slíka æfingu ertu að velja hjálplega hugsun tengt aðstæðum í lífinu og þannig 'víra' hugann upp á nýtt svo að hann fari að vinna með þér (frekar en gegn þér) - 9 bls fylgja dagbókinni. Þar er einnig að finna stað fyrir eiginleika (3 bls fyglja dagbókinni) en á þann stað skrifar þú fyrst og fremst niður eiginleika sem þú lítur upp til hjá öðrum og er bókinni ætlað að byggja upp trú þína að þetta séu eiginleikar sem búa innra með þér. Næsti hluti er staður fyrir möntrur (3 bls fylgja dagbókinni) en þar skrifar þú niður tilvitnanir og setningar sem virka á þig sem hvetja þig áfram og hjálpa þér að halda þér gangandi. Síðan er hluti fyrir markmið (9 bls fylgja dagbókinni) en þú getur fengið meira út úr lífinu ef þú hefur einhverja stefnu og brýtur hana niður í viðráðanleg markmið (skref) - það gerist ekkert á einni nóttu en það geta ótrúlegustu hlutir gerst með litlum viðráðanlegum og hvetjandi skrefum. Loks er hluti sem kallast lífssýn (4 bls fylgja dagbókinni) en þessi hluti er ætlaður fyrir lengra komna þegar þú hefur unnið í Ritleiðslu í einhvern tíma og ert komin með þessa upplifun innra með þér, hvað þú getur í raun og veru haft mikil áhrif á líf þitt. Þar ertu að fara skrifa niður 'drauma' aðstæður - hvernig þú sérð fyrir þér lífið ef þú mættir ráða því 100%.
Það sem fylgir með bókinni er penni og bókamerki - hægt er að kaupa auka.
Hægt er að kaupa auka blaðsíður í bókina:
- Dagbók: 150 bls
- Vikuskipulag: 17 vikur
- HAM æfing: 9 bls
- Markmið: 9 bls
- Pakki með eiginleikar, möntrur og lífssýn: 3 bls af hvert, 9 bls í heildina
Þessi bók er hönnuð og unnin af Sigrúnu María Hákonardóttir en hún hefur notast við þessar aðferðir síðan 2017 sem hafa komið henni á þann stað að hafa óbilandi trú á sjálfri sér, það er ekkert sem stoppar hana og hún heldur ótrauð áfram í lífinu. Grafískur hönnuður sem kom að Ritleiðslu er María Björk Ívarsdóttir. Bókin er handgerð í verksmiðju í Kína.
PEPPmolar
PEPPmolar eiga að hvetja þig áfram svo þú getir orðið betri útgáfa af sjálfum þér. Þeir eru fullkomnir til að grípa í þegar þig vantar hvatningu.
Höfundar eru Arna Vilhjálmsdóttir og Sigrún María Hákonardóttir. Hugmyndin af PEPPmolum kviknaði út frá hlaðvarpinu Pepp Fundir sem er í umsjá Sigrúnar.
Sigrún og Arna brenna fyrir líkamlegri og andlegri heilsu og eru þeirra skoðunar að það sem þú ræktar daglega verður hluti af þér.
Bókin er hugsuð sem uppflettibók sem þú sækir þér einn PEPPmola á dag og tekur hann með þér inn í daginn.
Þessi bók er hönnuð og unnin af Sigrúnu María Hákonardóttir. Grafískur hönnuður sem kom að Peppmolum er María Björk Ívarsdóttir. Bókin er prentuð í Svíþjóð.
