NÝTT hjá Kvennastyrk * GJAFABRÉF *

4 vikna líkamsræktar aðgangur hjá Kvennastyrk

4 vikna líkamsræktar aðgangur hjá Kvennastyrk

Verð
3.990 kr
Útsöluverð
3.990 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA AÐGANG AÐ KVENNASTYRK LÍKAMSRÆKT SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.

4 vikna líkamsræktaraðgangur að Kvennastyrk á Strandgötu 33, 220 Hafnarfirði

Opnunartími með aðgangskerfi (appi) kl. 6-21 virka daga og kl. 8-20 um helgar.

Verð

Líkamsræktar aðgangur í 4 vikur fyrir þær sem eru skráðar á námskeið er á kr. 3.990,-

Líkamsræktar aðgangur fyrri nýja meðlimi Kvennastyrks er kr. 12.990,-. Innifalið í verði er leiðbeining og kennsla á aðgangskerfinu okkar og kennsla á öllum tækjum milli kl. 8-15 virka daga.

Framhaldsskráning (fyrir þær sem hafa áður mætt á námskeið eða keypt aðgang að líkamsræktinni) er gerð í persónu og er á kr. 8.990,- fyrir hverjar 4 vikur. Hægt er að skrá sig í áskrift. 

Skráning

Þú skráir þig með því að setja vöru í körfu og klárar greiðsluferlið. Innan sólarhrings færð þú sendan upplýsingpóst frá okkur sem staðfestir aðgang.

Kvittun

Þú færð staðfestingarpóst frá FitbySigrún sem staðfestir kaupin og kvittun frá Korta sem staðfestir greiðslu. Ef þú vilt fá kvittun fyrir stéttarfélagið verður þú að senda póst á solveig@kvennastyrkur.is og óska eftir því. Kennitala verður að fylgja með í tölvupóstinum svo hægt sé að útbúa fullnægjandi kvittun.

MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA AÐGANG AÐ KVENNASTYRK LÍKAMSRÆKT SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.
VAKIN ER SÉRSTÖK ÁHERSLA Á LIÐ 4 Í SKILMÁLUM:

Umgengnisreglur

Aðgangur að líkamsræktarstöð Kvennastyrks er háð ákveðnum umgengnisreglum og með kaupum skuldbindur iðkandi sig til þess að fara eftir þeim. Vakin er athygli á því að líkamsræktarstöðin getur verið ómönnuð á opnunartíma hennar. Allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber Kvennastyrkur/FitbySigrún ehf. ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu.

Aðgangur iðkanda er til einkanota og er honum með öllu óheimilt að hleypa öðrum inn stöðina. Líkamsræktarstöð Kvennastyrks er vöktuð með myndavélakerfi og stýrð með aðgangsstýringarkerfi til að tryggja öryggi iðkenda og að iðkendur séu þeir einu sem nýtt geti sér aðstöðuna.   

Iðkendur skulu ganga snyrtilega um og ganga frá æfingabúnaði eftir sig. Æfingabúnaður er eingöngu ætlaður til æfinga og ber iðkandi ábyrgð á því að haga æfingum sínum þannig að hvorki hann né aðrir hljóti skaða af þeim. Heyrnartól skulu notuð ef spiluð er tónlist. 

Neyðarútgang úr æfingasal skal einungis nota í neyð.

Notkun myndavéla í búningsklefa er bönnuð en hið sama á einnig við um myndatökur í tækjasal nema þær séu með fullu samþykki þess sem myndaður er.

Öll notkun áfengis, tóbaks, rafrettna, eitur- og hverskyns ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil.  

Stórfelld brot á reglum þessum heimila brottrekstur iðkenda úr stöðinni og/eða riftun samnings.