SKRÁÐU ÞIG Á NÁMSKEIÐ Í KVENNASTYRK

Fæðingafræðsla með Helgu Reynis
Fæðingafræðsla með Helgu Reynis

Fæðingafræðsla með Helgu Reynis

Verð
14.990 kr
Útsöluverð
14.990 kr
Skattur innifalinn
Magn verður að vera 1 eða meira

Fæðingafræðsla með Helgu ljósmóður er haldið í Kvennastyrk á Strandgötu 33, 220 Hafnarfirði og á Zoom.

Námskeiðið er 3-3,5 tímar.

Zoom námskeið eru hugsuð fyrir pör sem búa út á landi eða vilja njóta námskeiðsins heima úr stofu.
Við skráningu í athugasemd við pöntun má taka fram nafn á maka (stuðningsaðila) og meðgöngulengd þegar námskeið á sér stað.


Lágmarksskráning er 5 pör fyrir hvert námskeið og er hámarksskráning 10 pör fyrir námskeið á staðnum. Ef ekki næst lágmarksskráning verður þér/ykkur boðinn annar tími eða endurgreiðsla. Verð á námskeið gildir fyrir parið (eða móður og stuðningsaðila í fæðingu).

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir slysavarnir barna, parasambandið, hvernig er hægt að hlúa að því, líffræði kvenlíkamans, hlutverk stuðningsaðila í fæðingu, fæðinguna, stig hennar og bjargráð í fæðingu með  og án verkjalyfja. Farið er yfir frávik í fæðingu, framhöfuðstöðu og sitjandafæðingar, keisara- og áhaldafæðingar. Farið er yfir nauðsynlegan farangur á fæðingarstað og hvað þurfi að eiga fyrir nýburann. Þá verður fjallað um sængurlegu, upphaf brjóstagjafar, fyrstu dagana heima, nýburann, fæðingarhormónin, grindarbotninn, spöngina og spangarstuðning svo eitthvað sé nefnt.

Markmið námskeiðisins er að efla foreldra fyrir komandi hlutverk og benda þeim á bjargráð sem hægt er að nýta sér. Með því að sækja fræðslu geta foreldrar dregið úr kvíða og aukið öryggi sitt.

Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og eru spurningar og umræður vel þegnar.
Fyrirlesturinn er 3-3,5 klukkustundir, hlé eftir þörfum.

Fyrir hvern er þetta námskeið

Námskeiðið er ætlað  pörum eða tilvonandi móður og stuðningsaðila í fæðingu. Góður tími til að sækja námskeiðið er eftir 28 vikna meðgöngu og fyrir 36 vikur.

Við hvetjum ykkur til að koma í þægilegum fötum, með vatnsbrúsa og nasl með ykkur. Á staðnum eru stólar, jógaboltar, dýnur, koddar og teppi svo allir ættu að geta komið sér þægilega fyrir.

Umsjón með námskeiðinu

Fæðingafræðslan er í umsjón Helgu Reynisdóttur, ljósmóður á Fæðingarvaktinni á Landsspítala. Helga er einnig með dálkinn spurðu ljósmóðurina á mbl.is ásamt því að vera á virk á instagram reikningi Ljósmæðrafélagsins.

Verð

Stakt námskeið kr. 14.990,- fyrir parið (móður og stuðningsaðila í fæðingu). Flest stéttarfélög endurgreiða gjaldið.

Skráning

Þú skráir þig með því að velja dagsetningu sem hentar þér best í fellilistanum, setur vöru í körfu og klárar greiðsluferlið. Gott er að fá nafn hjá maka/stuðningsaðila ykkar og meðgöngulengd þegar á námskeiði stendur. Hægt er að skrifa það í athugasemd. Áður en námskeiðið hefst færðu tölvupóst til áminningar um námskeiðið og færð þá glærupakkann sem er á námskeiðinu ásamt hagnýtum upplýsingum. Lágmarksskráning er 5 fyrir hvert námskeið. Ef ekki næst lágmarksskráning verður þér boðinn annar tími á tímabilinu eða endurgreiðsla.

Kvittun

Þú færð staðfestingapóst frá FitbySigrún sem staðfestir kaupin og kvittun frá Korta sem staðfestir greiðslu. Ef þú vilt fá kvittun fyrir stéttarfélagið verður þú að senda póst á info@fitbysigrun.com og óska eftir því. Kennitala verður að fylgja með í tölvupóstinum svo hægt sé að útbúa fullnægjandi kvittun.

Umsögn

“Ég og kærastinn minn fórum á fæðingarnámskeið hjá Helgu Reynisdóttir þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Námskeiðið var mjög fróðlegt og lærðum við mikið um það sem við vissum ekki fyrir. Fyrirlesturinn var mjög ítarlegur og hjálpaði okkur mikið í undirbúningi og aðdraganda fæðingar. Við gátum nýtt okkur fræðsluna í ákvörðunum sem teknar voru fyrir fæðinguna, t.d. að taka upplýsta ákvörðun um að fá eða sleppa mænudeyfingu.
Helga sjálf er með virkilega góða nærveru, er mannleg og mikill fagmaður á sínu sviði. Það að fá fræðslu frá ljósmóður fyrir svona stóra stund í sínu lífi er eitthvað sem við mælum mikið með, sérstaklega frá Helgu sem kemur málefninu svo vel frá sér. Við vorum mjög örugg þegar kom að fæðingunni að miklu leiti þökk sé henni. Við gætum ekki mælt meira með Helgu sem fagmanni!
-Stefanía og Óðinn”

MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Á ÞETTA NÁMSKEIÐ SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.