Vertu með í 2 vikna HEIMAfjarþjálfun! Hefst 26. október

Heimafjarþjálfun með Örnu í 2 vikur (hefst 12. október)
Heimafjarþjálfun með Örnu í 2 vikur (hefst 12. október)

Heimafjarþjálfun með Örnu í 2 vikur (hefst 12. október)

Verð
5.000 kr
Útsöluverð
5.000 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er hægt að skrá sig í heimafjarþjálfun þar sem þú færð senda 3 æfingar í viku í 2 vikur í senn. ATH tímabundinn aðgangur er að æfingunum á meðan á fjarþjálfun stendur (2 vikur) og eru æfingarnar aðgengilegar á lokuðu svæði á www.fitbysigrun.com. 

Markmið fjarþjálfunar

Markmið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilega og krefjandi HEIMAþjálfun ásamt hvatningu.

Tæki/tól fyrir fjarþjálfunina

Til þess að ná mestum árangri er gott að eiga handlóð og litlar æfingateygjur. Ef þú átt ekki handlóð getur þú reddað þér með t.d. fjölnota poka (fyllt hann af þungum hlutum). Ef þú átt ekki æfingateygjur getur þú reddað þér með t.d. sokkabuxum. Tekið er fram þegar þú getur t.d. notað önnur æfingatæki (eins og þrektæki ef þú ert með aðgang að slíku).

Fyrirkomulag fjarþjálfunar

Sunnudaginn 11. október færðu æfingavikuna senda til þín í pósthólfið, síðan aftur sunnudaginn 18. október. Gert er ráð fyrir að þú takir þrjár styrktar/þolæfingar í viku. Um helgar er síðan tilvalið að bæta við göngutúr eða prófar þig áfram með útihlaup. Upphitunaræfing fyrir útihlaup fylgir. Til þess að fá aðgang að æfingunum þarft þú að vera skráð inn á www.fitbysigrun.com

Skilmálar

Með því að skrá þig í fjarþjálfun samþykkir þú eftirfarandi skilmála og persónuverndastefnu.