FitbySigrún
Hugleiðslupakkinn (aðgangur frá 9. júní)
Hugleiðslupakkinn (aðgangur frá 9. júní)
Couldn't load pickup availability
Hugleiðslupakkinn er 31 dagur af hugleiðslu. Hver hugleiðsluæfing er 7 mínútur og tekur þú pakkann á þínum hraða. Þú hefur aðgang að pakkanum í 6 mánuði.
Hugleiðslupakkinn er settur upp í fjarþjálfnarkerfi FitbySigrún sem er hýst af Kajabi en þetta kerfi fylgist með framvindu þinni þar sem þú merkir við "Mark as complete" eftir hverja hugleiðsluæfingu (sjá myndir). Í kjölfarið færðu sendan hvatningartölvupóst. Einnig fylgir með vinnuhefti sem er aðgengilegt hjá fyrsta kynningarmyndbandinu þar sem þú getur prentað út stöðumat, sjálfsskoðun, tékklista og blaðsíður til þess að skrifa niður það sem gæti komið upp í hugleiðslunni og þú vilt vinna áfram með.
Hugleiðslupakkinn samanstendur af sex mismunandi hugleiðsluæfingum. Nýr hópur er tekinn inn á hverjum föstudegi (lokar á skráningar þegar nýtt tímabil hefst). Eftir að þú skráir þig færð þú staðfestingu á greiðslu frá Saltpay og Shopify. Þú færð síðan aðgang að Hugleiðslupakkanum á föstudeginum eftir að þú skráir þig.
Markmið
Markmiðið með hugleiðslupakkanum er að þú tengist þér betur, þekkir betur inn á sjálfan þig og innsæið þitt og nærð þannig að styrkja sjálfan þig. Þetta er ekki hefðbundin hugleiðsla þar sem þú ert að taka eftir hugsunum, leiða þær frá þér og slaka á. Í hugleiðslupakkanum ertu að fara spyrja þig ákveðinna spurninga í hverri æfingu og eiga samræður við sjálfan þig. Við vinnum oft með sömu spurninguna til þess að hún geti skilað árangri. Markmiðið er að koma upp meðvituðu lausnamiðuðu hugsanamynstri.
Fyrir hvern er hugleiðslupakkinn?
Hugleiðslupakkinn er fyrir þig ef þú ert tilbúin að skuldbinda þig í 7 mínútur á dag í 31 dag. Hugleiðslupakkinn getur hentað hverjum sem er, sérstaklega ef þú ert með marga bolta á lofti, vantar stefnu í lífinu eða vilt einfaldlega prófa aðferð til að verða meðvitaðri útgáfa af sjálfri/um þér.
Hvað samanstendur hugleiðslupakkinn af?
Hugleiðslupakkinn samanstendur af sex mismunandi hugleiðsluæfingum sem spanna yfir 31 dag. Þú færð aðgang að öllum hugleiðslupakkanum á fjarþjálfunarsíðu FitbySigrún sem er hýst af Kajabi. Þú getur tekið pakkann á þínum hraða en tímabundinn aðgangur er að æfingunum í 6 mánuði. Ábyrgðin liggur hjá þér að taka frá 7 mín á hverjum degi í hugleiðslu. Til þess að fá aðgang að hugleiðsluæfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún. Aðgangur að æfingunum er í 185 daga sem samsvarar 6 mánuðum.
Skráning og aðgangur
Nýr hópur er tekinn inn á hverjum föstudegi, til þess að tryggja skráningu á tímabil verður þú að skrá þig í síðasta lagi á föstudegi kl. 9 fyrir hádegi. Þú skráir þig með því að smella á setja í körfu að ofan og klárar greiðsluferlið. Á næstkomandi föstudag færðu póst frá mér og færð upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn í fjarþjálfunarkerfið og færð aðgang að hugleiðslupakkanum. Til þess að fá aðgang að æfingunum verður þú að vera skráð/ur inn á fjarþjálfunarkerfi FitbySigrún
Hvernig varð hugleiðslupakkinn til?
Eftir mikla reynslu af hefðbundinni hugleiðslu eins og Headspace, núvitundarnámskeiðum, jóga, dáleiðslu og allskonar bókum hef ég fengið mikla hjálp en aldrei tekist að „finna mig“. Mér fannst alltaf vanta eitthvað, annaðhvort var nálgunin ekki að henta mér eða þá að mér fannst þetta of tímafrekt. Með auknu álagi þurfti ég að finna nálgun sem styrkti mig sem manneskju og hjálpaði mér að tækla öll þau verkefni og hlutverk sem ég er í. Með hugleiðslupakkanum hef ég þróað nálgun sem er stutt og hefur hjálpað mér að sjá aðstæður með öðrum augum og þannig fundið lausnir sem ég hafði aldrei séð áður. Þannig hef ég öðlast hugarró og tæklað aðstæður með allt öðrum hætti. Hugleiðsluæfingarnar hafa gert mig að skilvirkari og meðvitaðri útgáfu af sjálfri mér og mig langar að hjálpa öðrum að upplifa hið sama.
Skilmálar
MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Í HUGLEIÐSLUPAKKANN SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA OG PERSÓNUVERNDARSTEFNU.

