28 mismunandi æfingar sem þú verður hooked af!
Ræktaræfingapakkinn er fjórskipt plan skipt á milli áherlsu á efri líkama, neðri líkama, allann líkamann og svo þol og core æfing. Hjá hverri æfingu fylgir útskýringarmyndband og texti af æfingunni. Tekið er fram hvaða tæki/tól þarf og ef það er notast við klukku hvernig skal stilla hana. Einnig er tekið fram viðmiðunarþyngd ef þú ert byrjandi og ef þú ert lengra komin. Sýnt er sér æfingamyndband af hverri æfingu með því að smella á æfinguna.
Upphitun: Allar æfingar byrja á upphitun sem inniheldur hreyfiteygjur og einhverskonar léttar styrktaræfingar til að undirbúa líkamann fyrir æfingu dagsins. Sumar æfingar leggja til að rúlla bandvef sem hluta af upphitun.
Æfing dagsins: Æfing dagsins er allskonar uppsett. Oftast er unnið með supersett þar sem tvær eða fleiri æfingar eru framkvæmdar saman og hvílt aðeins áður en settið er endurtekinn. Síðan er líka að finna EMOM, E2MOM, AMRAP og interval æfingar en það eru æfingar á tíma og útskýrt nánar hjá æfingunni. Einnig eru pýramída æfingasett. Allt blanda af styrktar- og þolæfingum. Æfingaplanið leiðir þig áfram og rótera á milli þess að vera æfingar með þyngri lóðum (færri endurtekningar) og æfingar með léttari þyngdir (fleiri endurteknar).
Niðurlag: Allar æfingar enda á niðurlagi/teygjum. Áður en kemur að því er oftast gefinn kostur á að taka einn auka finisher.
Æfingaplanið ber aðeins árangur ef þú setur það sjálf í framkvæmd.